Frábær bátsferð með mikilli nálægð við haf og kletta, og alveg þess virði að borga aukalega til að komast út í Súlnasker.
Fyrirtækið er með öryggisatriðin á hreinu og bæði skipstjóri og leiðsögumaður pössuðu að öllum liði vel um borð.
Sonur minn blés upp björgunarvestið sitt um borð, og þá var bara skroppið í land og sótt nýtt. Takk fyrir að taka þessu svona vel!
Frásagnir leiðsögumannsins voru á íslensku, en virtust dálítið miða við útlendinga, að mér fannst. Kannski mætti sérsníða fróðleikinn að íslenskum viðskiptavinum meira?
Tónlistin var ágæt á meðan siglt var á milli staða. Mér fannst vanta Oddgeir Kristjánsson í lagavalið. Persónulega er ég þó hrifinn af vélarhljóði og vindgnauði.
En mér fannst algjörlega óþarfi að spila háværa tónlist í nær hverjum einasta helli. Þetta var svo hátt að ég heyrði ekki mun á hávaða og hljómburði í hellinum.