Allt í fínu lagi frá móttökudrykk til útskriftar. Góðir drykkir, matur, þjónustan fyrsta flokks. Allir starfsmenn með grímur og hanska, spritt í boði, bæði við inngang og í móttöku. Mjög góður vínlisti með breiðu verðbili.
mæli eindregið með heimsókn á þetta frábæra hótel. þjónustan framúrskarandi og maturinn var ofboðslega góður og fallega fram borinn.umhverfið er snyrtilegt og fjallahringurinn fallegur. takk kærlega fyrir okkur
Hótel, starfsfólk og umhverfi eru alveg einstakt. Vinarlegt starfsfólk sem vill greinilega gera allt til að dvölin sé eins ánægjuleg og hægt er. Umhverfið er stókostlegt, 1,5 km niður á strönd og Eyjafjöllin í kring það er ekki til magnaðra umhverfi
Gistum tvær nætur á UMI hótelinu helgina 15-16.ágúst og tilgangur ferðar var að labba Fimmvörðuháls sem við gerðum á sunnudeginum. Þegar við komum tilbaka seint á sunnudagskvöldinu þá beið okkar heit humarsúpa og brauð í boði hótelsins - algjörlega til fyrirmyndar sem og öll þjónsta á hótelinu sem er mjög persónuleg.
Umi hótel stóðu sannarlega undir öllum væntingum og gott betur. Hótelið er smekklegt, fallegt og hlýlegt. Maturinn var framúrskarandi. Þá verður að nefna fyrirmyndarþjónustu þar sem brosandi starfsfólk leysti öll mál af mikilli gestrisni og þjónustulund. Við munum fara aftur og mælum heilshugar með!
Eier eller administrerer du dette stedet? Gjør krav på oppføringen din gratis for å svare på anmeldelser, oppdatere profilen din og mye mer.
Gjør krav på oppføringen din