Mikið er ég feginn að Flugfélagið Ernir sinna Hornafirði en ekki Iceland Air. Þurfti að koma stráknum mínum aukalega í flug með mömmu sinni frá Egilsstöðum. Það vantaði ekki ruglið og flækjurnar. Endaði á því að bóka sætið á mig. Eftir að hafa sent pósta og reynt að bóka á netinu. Ekkert svar. Fargjaldið hækkaði og hækkaði. Ég fékk miðann minn ekki endurgreiddan þegar ég breytti sætinu yfir á strákinn. Fékk inneignarnótu. Sem ég gat samt ekki notað til að greiða miðann fyrir strákinn.
Og þetta var svo mikið vesen að ég gat ekki heldur notað inneignarnótu sem við eigum eftir að flugi til Svíþjóðar féll niður.