Ef þú átt leið í gegnum Dalvík (Dallas norðursins) ekki láta þennan stað framhjá þér fara!
Einstök og persónuleg þjónusta, sem á sér enga líka. Svo ekki sé talað um matinn, kökurnar og kaffið.
Pöntuðum fyrir 14 manna kröfuharða brjálæðinga sem vissu ekki við hverju þau ættu að búast. Okkar kona, Heiða, tók á móti hópnum með vinalegasta viðmóti og vildi allt fyrir okkur gera. Endaði með því að við gerðum okkur heimakominn á staðnum yfir helgina.
Er ekkert sérstaklega gefinn fyrir að skrifa meðmæli á TripAdvisor en í þetta skiptið var ekki hjá því komist.
Eier eller administrerer du dette stedet? Gjør krav på oppføringen din gratis for å svare på anmeldelser, oppdatere profilen din og mye mer.