Það verður að segjast eins og er að þessi staður stóðst allar mínar væntingar og vel það. Flott og snyrtilegt herbergi, barðherbergin voru æði og það mátti ekki minna vera en að öll snyrtivaran væri frá Sóley sem segir sitt um gæðin og metnaðinn. Hótelið var við hliðina á eina veitingastaðnum á Bíldudal sem var vel þess virði að heimsækja, jafnvel oft. Morgunverðurinn var borinn fram á fallegum bökkum og var mjög vel gerður og síðast en ekki síst var eigandinn og hótelstjórinn alveg yndisleg, vildi allt fyrir mann gera með brosi á vör.
31
4
0
0
0