Fallegt hótel .Margt að skoða góður veitingastaður vingjarlegt starfsfólk.Allt eins og best verður á kosið.Safnið sem er á staðnum til minningar um Frönsku skútusjómennina var bæði fróðlegt og skemmtilegt.
Fallegt hótel .Margt að skoða góður veitingastaður vingjarlegt starfsfólk.Allt eins og best verður á kosið.Safnið sem er á staðnum til minningar um Frönsku skútusjómennina var bæði fróðlegt og skemmtilegt.
Fosshotel Fáskrúðsfirði á flottur staður til að dvelja a og ferðast frá á næstu friði.
Hótelið er snyrtilegt, herbergin fullkomin, góð rúm og ekki skemmir maturinn sem í boði er .
Maturinn var frábær eins og allt annað á hótelinu. Ekki má heldur gleyma að nefna sýninguna sem gestum hótelsins er boðið að njóta, snilld.
Besta hótelið sem við gistum á í ferð okkar um landið betra en Hótel Sigló. Umhverfið dásamlegt og húsin sem gerð hafa verið upp sjarmerandi. Meira segja í þokunni sem við fengum var þetta ljúf reynsla. Lækur fyrir framan herbergisgluggann svæfi okkur og þjónustan á barnum var skemmtileg.
En í matsalnum var ekki eins gott, mér finnst ekki gott að bjóða bara upp á enskumælandi starfsfólk þar sem við búum á Íslandi, það var löng bið í matinn, eflaust mikið að gera og fátt starfsfólk. Herbergið var gott og vel þrifið, í heildina gott.
Ferðaðist um landið og var þetta fallegasta og best gerða upp gerða hótel sem við gistum á. Fengum útsýni yfir sjóinn. Kostur fyrir okkur á rafmangsbíl var að það var frí hleðstöð ekki langt frá hótelinu.
Alveg einstaklega gott að vera hjá ykkur. Fallegt, allt tandurhreint og þjónustan til fyrirmyndar. Safnið alveg einstakt og gaman að flétta þetta svona saman. Svo er allur bærinn svo vinalegur og fallegur.