Fór í svokallaða matargöngu með Brighton Food Tours í júní. Hún stóð undir öllum væntingum. Mæli eindregið með ferðum sem þessum. Veitngastaðir heimsóttir sem eru ekki endilega í alfaraleið ferðamannsins. Fjölbreyttur, góður matur smakkaður, sagt frá veitingastaðnum og af hverju hann varð fyrir valinu en yfirleitt eru þetta einyrkjar sem hafa getið sér gott orð í bransanum. Ég mæli með að fara í svona ferð í upphafi heimsóknarinnar til Brighton og þá er hægt að fara aftur á staðinn/staðina. Einnig var okkur bent á góða staði sem við heimsóttum ekki. Ég hef farið í matargöngur í Barcelona, Lissabon og Cambridge og þær hafa allar verið frábærar.
377
4
1
1
1