Gistum á þessu gistiheimili í ágúst 2021. Herbergið var mjög snyrtilegt og með ýmsum sniðugum smáhlutum eins og næturljósi á baðinu og helðslustöð við náttborðslampann. Rúmið var mjög þægilegt og einnig sængurnar og koddarnir - við sváfum allavega mjög vel. Það er ekki lyfta í húsinu en það háði okkur ekki. Gistingin er í smá fjarlægt frá miðbænnum og mallinu en fínt að ganga meðfram ströndinni á kvöldinn. Slatti af góðum veitingastöðum í nágrenninu. Mjög vingjarnlegir og hjálpsamir gestgjafar. Myndi alveg gista þarna aftur.