Vorum 4 manna fjölskylda í tvær nætur og vorum mjög ánægð með allt. Herbergin hrein og fín, rúmin mjög þægileg og starfsfólkið hjálpsamt og brosmilt.
Eina sem okkur fannst vanta var stór spegill og betri lýsing í herbergjunum.
Borðuð annað kvöldið á Ósnum, veitingastaðnum á hótelinu og vorum mjög ánægð. Barnamatseðillinn hefði mátt vera fjölbreyttari.
Mælum svo sannarlega með Hótel Höfn!
196
308
256
85
35