Einstaklega notaleg dvöl á Hótel Húsafelli. Mig langaði allra helst að vera fleiri nætur og skoða náttúruna og nágrenið. Fara í bíltúra og gönguferðir. Það er svo margt að sjá.
Veitingastaðurinn er sá besti á landinu!
Fagleg þjónusta, fallegur staður og einstaklega góður matur. Hef aldrei fengið eins ferska og fullkomlega vel eldaða sjávaréttasúpu.
Hótelherbergið var notalegt og vel búið öllum nauðsynjum. Falleg listaverk eftir Pál Guðmundsson, listamann frá Húsafelli prýða svefnherbergið.
Get hiklaust mælt með þessum stað, hvort sem það er að fá kaffibolla, kvöldverð eða vera yfir nótt.
Starfsfólkið mun taka vel á móti þér!