Frábært að koma í Geosea. Fallegt hvort sem er að degi eða kvöldi. Allt mjög snyrtilegt og starfsfólkið frábært. Takk fyrir okkur
Frábært að koma í Geosea. Fallegt hvort sem er að degi eða kvöldi. Allt mjög snyrtilegt og starfsfólkið frábært. Takk fyrir okkur
Vorum 7 saman, einn í hjólastól. Aðgengi ágætt. Búningsherbergi fremur lítil og einungis 5 sturtur sem anna skápafjölda engan veginn. Flott Sóley sjampó lína. Vantar kaldan sjópott :)
Fegurðin af svæðinu ótrúleg og vatnið notalegt. Mætti bjóða upp á ókeypis kalt vatn eftir baðið.
Fallegur arkitektúr! Einstök upplifun að baða sig í heitum sjó og horfa út á Skjálfanda! Skála svo í kampavíni með sínum nánustu❤️
Fór í Sjóböðin með unglingana á heimilinu. Allir skemmtu sér vel og nutu þess að slaka á, bæði í pottunum og gufunni. Magnað útsýni og hönnunin skemmtileg og fellur vel að umhverfinu. Hef líka komið í böðin með vinkonuhópi þar sem við skemmtum okkur mjög vel - enda komið við í lúgubarnum í það skiptið. Mæli með bæði fyrir fjölskylduna og vinahópa.
Glæsileg hönnun. Góð þjónusta og frábær baðstaður með geggjuðu útsýni. Hreint og gott. Aðkoman mætti vera betur merkt frá aðalgötunni svona til að geta sett eitthvað útá:)
Takk fyrir heimsóknina og umsögnina.
Við erum sammála með að merkingar mættu vera betri og það stendur til bóta núna fljótlega.
Bestu kveðjur
Starfsfólk Geosea
Frábært í alla staði! Fór mörgum sinnum, 2-3 tíma í senn. Æðislegt að fara þegar það er að dimma, útsýnið og kyrrðin alveg einstök.
Góðan dag,
takk fyrir að koma í sjóböðin og skrifa umsögn.
Upplifunin spilast mjög eftir því hvort það sé bjart eða dimmt.
Frábært þegar gestir hafa kost á því að upplifa bæði.
Velkomin aftur!
Bestu kveðjur
Starfsfólk Geosea