Frábær þjónusta og allt gert til að okkur liði vel. Urðum fyrir smá vonbrigðum með herbergið, baðherbergið var pííínulítið og ískalt þar inni þar sem það blés köldu lofti inn með kassanum þar sem sturtað er niður. Rúmið var mjög gott en herbergið er þannig í laginu að rúmið er inni í skoti þar sem ekki var hægt að fara almennilega framúr til hliðar við það, ekki hægt að hafa náttborð og maður þurfti að smokra sér framúr því við endann.