Fór með stór fjölskyldunni í hátbít á Út í bláinn.
Ég er ekki mikil "brunch" kona en þessi fær öll mín bestu meðmæli.
Réttirnir voru bornir á borð til manns, hver rétturinn á fætur öðrum. Fallega framborið og enn betra á bragðið.
Byrjað á dásamlegu skyri með granóla sem búið er til á staðnum, á eftir fylgdu eggjakökur, pönnukökur, beikon, æðislega gott svínakjöt, sveppir, lárpera, hummus, túnfisksalat og brauð.
Þetta var virkilega gott allt saman.
Þjónustan algjörlega til fyrirmyndar.
Staðurinn er bjartur og fallegur, ekki skemmir fallegt útsýnið fyrir og svo er virkilega gaman að sjá kokkana að störfum.
Takk fyrir mig - við komum klárlega aftur.