Við hjónin fórum (á) Út í bláinn á sunnudagskvöld. Höfðum í desember farið í jólabröns sem var frábær og ákváðum að prufa kvödverð fyrir leiksýningu. VEL valið.Það er boðið uppá leikhússeðil en við tókum hann ekki en fengum okkur nauta carpaccio og rauðrófur, fennel og jólasalat í forrétt. Báðir réttir mjög góðir helst að carptccióið hefði mátt vera meira. Aðalréttir voru grillað toppkál og trufflukrem sem var mjög gott og gufusoðinn þorskhnakki sem var geggjaður þó að hann hefði alveg mátt koma heitari á borðið.
Þjónustan var ljúf og snögg og við vorum í góðan tíma fyrir leiksýningu södd og sæl.
Og svo var gleðistund á drykkjum;)
Eier eller administrerer du dette stedet? Gjør krav på oppføringen din gratis for å svare på anmeldelser, oppdatere profilen din og mye mer.