Var búin að heyra góða hluti og pantaði borð með góðum fyrirvara. Fór með vinkonu minni eftir tónleika í Hörpu. Við mættum aðeins of snemma en fengum að bíða á barnum þar til við gátum fengið borð. Vorum aðeins búin að fá okkur einn sopa af bjórnum okkar þegar okkur var fylgt að borðinu okkar sem lítur út eins og auka borð sem eigi ekki að vera þarna, pínulítið og allt skakkt. Fengum strax matseðla og pöntuðum strax. Maturinn kom samstundis úr eldhúsinu (allir fjórir réttirnir) þannig við gátum ekki einu sinni klárað fordrykkinn. Diskarnir voru hreinsaðir jafnóðum og eftir einungis 25 mín eftir að við komum þá var búið að bjóða okkur eftirrétta seðil tvisvar. Það var mikill hávaði og greinilega mikið að gera, og sífellt verið að ýta á okkur að panta desert og okkur fannst við bara þurfa að drífa okkur út. Kláruðum fordrykkinn okkar, borguðum og drifum okkur út og í heildina tók þetta 30 mín frá byrjun til enda. Mjög leiðinlegt, því ég hafði nú gert ráð fyrir að vera allavega 1-2 klst til að njóta okkar.Hefðu alveg eins getað farið á fast food stað. Myndi ekki kalla þetta veitingarstaðar upplifun, var meira eins og street food/fast food. Sáum mikið eftir að hafa ekki farið annað þar sem við hefðum getað átt betri kvöldstund. Maturinn var allt í lagi, en það þarf alvarlega að endurhugsa þetta rekstrarstefnu með því að ýta fólki út til að fylla borðið aftur og þar að leiðandi græða meira yfir kvöldið, en því miður þá eruð þið ekki að búa til framtíðar kúnna með þessu viðmóti. Ég fer ekki aftur þangað því miður. Einnig fannst mér þjónarnir allir vera mjög ungir og óþolinmóðir, þegar ég kvartaði yfir þessu í lokin þá var svarið bara "já sko það er bara svo mikið að gera sko".