Frábær staðsetning, frekar lítill veitingastaður en þægilegur, rólegt andrúmsloft og góð þjónusta. Fengum okkur bakaðan camenbert í forrétt sem við deildum, var góður, eiginlega óþarflega stór skammtur ef hugsað fyrir einn en fínnt fyrir okkur tvö. Aðalréttir Andabringa og anda confit í vorrúllu, mjög gott. Grillað Lamba T-boneið smakkaðist vel , réttirnir vel útilátnir og litu vel út . Verðið þokkalegt eða ekki óeðliega dýrt. Takk fyrir okkur, mæli með Nauthól.
Eier eller administrerer du dette stedet? Gjør krav på oppføringen din gratis for å svare på anmeldelser, oppdatere profilen din og mye mer.