Við fengum PINK til að hjálpa okkur að skipuleggja og sjá um brúðkaupið okkar sem var núna í júní 2018. Þegar við hittum þau á fyrsta fundi fundum við strax fyrir góðri tengingu, trausti og virðingu. Við vorum með ákveðnar hygmyndir í byrjun og sumar hverjar sem við vorum alls ekki búnar að útfæra en þau komu með frábærar lausnir og uppfylltu þær með glæsibrag.
Eftir athöfnina var gengið yfir í listigarð Einars Jónssonar ásamt lúðrasveit og það var stórkostlegt. Held meira að segja að PINK hafi látið rigninguna hætta akkurat þennan klukkutíma sem piknikið var. Þvílíkt kontrol á öllu saman. Tekið á móti okkur með kampavíni og súkkulaði og gestirnir elskuðu þetta móment. Svo var farið með gesti í veislusalinn, sumir í rútu og þar sá Eva um að allt gengi vel fyrir sig. Við fundum ekki fyrir neinu stressi, gátum notið dagsins og kvöldsins eins og best var á kosið. Og meira til því það er svo gaman þegar maður getur lagt traustíð í þeirra hendur og upplifað surprise moment líka. PINK er með góða samstarfsaðila með sér, við sáum brúðarvöndinn okkar fyrst á brúðkaupsdaginn, og hann var æði. Aðkoman í garðinum var líka æði. Og skreytingarnar í veislusalnum voru yndislegar og alveg eftir okkar höfði og meira til.
Veislan rúllaði vel undir stjórn Evu sem var greinilega vel undirbúin og með allt under control. Þetta var besta ákvörðun okkar að fá PINK til að skipuleggja brúðkaupið með okkur, hverrar krónu virði og við vonum svo sannarlega að þessi samskipti leiði til vináttu í framtíðinni.
638
2
0
0
0