Fórum fjölskyldan saman, 13 manns. Pöntuðum borð kl 18.00 en þjónninn sagði að það væri ekki hægt fyrr en 18.30. Þegar við mætum 18.15 er setið við 2 borð.
Þjónustufólkið var greinilega ekki ánægt í sínu starfi og var heldur kuldalegt.
Sjávaréttapizzan var einstaklega ómerkileg, litlar frosnar rækjur, 4 litlar frosnar hörpuskeljar og 2 kræklingar - ekki ferkst sjávarfang. Mjög vonsvikin!
Ein úr hópnum pantaði spagetti bolognese og sagðist aldrei hafa fengið jafn vondan mat. Þrátt fyrir að hafa ekki geta borðað matinn þurfti hún að borga full verð.
Það er engin aðstaða fyrir ungaborn, hvorki skiptiaðstaða né plastglös eða viðeigandi hnífapör. Maturinn fyrir börnin kom seinastur.
Verðið er alltof dýrt miðað við litlar pizzu eða pasta með fáu áleggi/meðlæti.
Ég get ekki mælt með þessum stað né mun ég koma hingað aftur - frekar fer ég á dominos.