Við fórum þarna þrjú pör sem elskum að fara út að borða, spjalla saman og njóta spennandi matar. Við pöntuðum 7 rétta seðil og ætluðum að eiga þarna huggulegt kvöld. Því miður gekk það ekki eftir. Þetta er alls ekki þannig staður. Hávær uppáþrengjandi tónlistin gerð það að verkum að erfitt var að tala saman og þjónustufólkið átt erfitt með að heyra þegar tala var við það. Við spurðum ítrekað um hvort mætti ekki lækka svo hægt væri að tala saman á eðlilegan hátt. Þá var lækkað örlítið og hækkað mjög fljótt aftur. Þetta var fáránleg upplifun, eins og að vera á diskóteki en alls ekki vönduðum veitingastað. Við munum aldrei fara þangað aftur enda er þetta vanvirðing og dónaskapur við viðskiptavini sem eyða þarna tugum þúsunda í mat og þjónustu.
Eier eller administrerer du dette stedet? Gjør krav på oppføringen din gratis for å svare på anmeldelser, oppdatere profilen din og mye mer.