Ég gisti þarna 3 nætur yfir helgi. Starfsfólkið var ótrúlega vinalegt og alltaf tilbúið til að aðstoða, sama hvað var spurt um. Innritunin tók örstuttan tíma, herbergin rúmgóð og hrein og staðsetningin upp á sitt besta, stutt í veitingastaði, strætó og rútur geta stoppað beint fyrir framan hótelið. Ég borðaði á Jörgensen á föstudagskvöldi með stórum hóp og þjónustan þar var frábær og maturinn geggjaður! Ég mæli 100% með þessu hóteli
- Gratis Wi-Fi
- Besøk hotellets nettsted