Gott hotel og þægilegt að hafa bílastæði fyrir hótelgesti. Morgunmaturinn var einfaldur en góður. Starfsfólk var starfi sínu vaxið en ég hitti engan starfsmann sem talaði íslensku. Enginn ísskápur á herbergjum eins og er á Akureyri og ekki heldur snyrtivörur. Það þarf að þrífa við innganginn bakdyramegin. Í heildina er ég ánægð með dvölina og kem örugglega aftur.