Vi hadde en flott tur. Eyglo er en hyggelig og kunnskapsrik guide og anbefales sterkt. Mye god mat, og hyggelig gruppe.
Vi hadde en flott tur. Eyglo er en hyggelig og kunnskapsrik guide og anbefales sterkt. Mye god mat, og hyggelig gruppe.
Ég varð fyrir því láni að fá að fylgja kærustunni minni í þennan rúnt um Reykjavík þar sem fólki gefst tækifæri á að smakka á hinum ýmsu kræsingum í borginni. Við hittumst í Hörpu þar sem hin afar viðkunnanlega Bára tók á móti okkur og kynnti fyrir okkur hvað væri í vændum. Ég var eini Íslendingurinn í hópnum, en það sakaði ekki og ég naut mín að fá að upplifa að vera ferðamaður í minni eigin borg. Það var mjög fjölbreyttur matur í boði og allir réttir voru bragðgóðir og vandaðir. Það er hreint út sagt magnað hvað matarsenan hérna er orðin flott! Sveitaskyrið á Júlía og Júlía og kjötið í Ostabúðinni stóðu upp úr að mínu mati. Bára var einnig fær leiðsögumaður og full af alls kyns fróðleik sem poppaði upp á upplifunina. Ég mæli hiklaust með því að sælkerar Íslands geri sér glaðan dag og upplifi sívaxandi matarsenuna í Reykjavík. Verandi heimamaður á heimavelli þá rann það upp fyrir mér að ég hreinlega vissi ekki nægilega mikið um hana.