Gönguhópurinn minn sigldi með Gesti frá Siglufirði út á Siglunes þar sem hann gekk með okkur um... les mer
Gönguhópurinn minn sigldi með Gesti frá Siglufirði út á Siglunes þar sem hann gekk með okkur um... les mer
Fórum í 2 tíma kajakferð frábær upplifun og einnig mjög fróðleg, mæli hiklaust með þessu bæði fyrir... les mer
Kayakferðin með Gesti hjá Top Mountaineering var í einu orði sagt fullkomin. Logn, stilla og hlýtt sumarkvöld eins og þau gerast best á Siglufirði. Sigldum yfir fjörðinn. Skoðuðum gamlar rústir og Gestur sagði sögur af skipsflagki og Evanger síldarverksmiðjunni. Gestur er frábær fararstjóri og með öryggisatriðin á hreinu. Top Mountaineering fá mín bestu meðmæli.
Gönguhópurinn minn sigldi með Gesti frá Siglufirði út á Siglunes þar sem hann gekk með okkur um nesið og sagði sögu staðarins. Gekk síðan með okkur til baka til Siglufjarðar. Góð leiðsögn. Mæli hiklaust með þessari ferð. Frábær dagur; skemmtileg ganga og góð leiðsögn. Takk takk
Fórum í 2 tíma kajakferð frábær upplifun og einnig mjög fróðleg, mæli hiklaust með þessu bæði fyrir ferðamenn og heimamenn.
Fórum tveir félagar í kayaksiglingu hjá meistara Gestur Hansson um Siglufjörðinn. Skemmst frá því að segja að ferðin var í alla staði frábær, Gestur er með sögu og staðhætti á hreinu og fullur af sögum og fróðleik. Top mountaineering fær 10 af 10 mögulegum í einkun frá mér, og ég mæli eindregið með þeim. Takk fyrir mig.
Fórum í kajakferð hjá Topmountaineering á Siglufirði um miðjan júlí 2017. Ferðin var í einu orði sagt stórkostleg, þar sem við rérum góðan hring í firðinum og nutum frábærrar leiðsagnar Gests fararstjóra. Bátarnir eru stöðugir en líka léttir og skríða vel og búningarnir eru þægilegir og snyrtilegir og falla vel að venjulegum undirfatnaði. Andrúmsloftið í ferðinni var afslappað og skemmtilegt og mælum við eindregið með henni við hvern þann sem vill öðruvísi afþreyingu í fríinu.
Ívar og Inga Rósa Akureyri