Við hjónin gistum á Sigló Hotel frá föstudegi til sunnudags og áttum frábæra helgi á Siglufirði. Hótelið er frábært í alla staði, þjónustan góð og fagfólk hvar í sérhverjum þjónustuþætti..... í mat, drykk og í gistingunni. Við fórum ekki neitt út fyrir Siglufjörð enda nóg skemmtilegt að gera á Siglufirði: þjónusta á hótelinu, verslanir í bænum, söfnin, veitingastaðir og bjórverksmiðja.......... og síðast en ekki síst fallegt umhverfi og skemmtilegt mannlíf. Það er hverrar krónu virði að fara til Siglufjarðar og gista á Hótel Sigló. Okkur finnst hótelið vera í algjörum sérflokki á Íslandi út frá svo mörgum þáttum.