Við fórum í tveggja daga ferð til Vestmannaeyja í frábæru veðri. Við gistum á Hótel Vestmannaeyjum þar sem við fengum herbergi á 4. hæð og útsýnið er ólýsanlega flott.
Við pöntuðum borð á Einsa Kalda sem er á jarðhæð hótelsins.
Á Einsa Kalda fórum við í dinner og þar þjónustaði okkur yndisleg þjónustu damu sem stjanaði við okkur með sínu einstaklega fallega brosi.
Matseðillinn er frábær og spennandi . Ég pantaði girnilegan 3gja rétta matseðill "B" og það er klárt að þessir 3 réttir eru algjört æfintýri fyrir bragðlaukana og voru settir í 10* flokknum hjá mér og varðandi hina sem sátu með mér til borðs gerðu slíkt hið sama sem sagt allir í skýjunum með matinn.
Einsi Kaldi sjálfur kom okkur á óvart með því að bjó'a okkur forrétt í smakk og sá forréttur á eftir að gleðja marganj gestinn, en þessi forréttur er "NAUTAKINN á reykýsu - byggbeði með steinseljurótarmauki, mandarínum og soðgljáa. Það er klárt að það er atvinnumennska sem fer fram í eldhúsinu á Einsa Kalda. Takk fyrir okkur