Mættum á síðustu mínútu & gistum 1 nótt á leið okkar í hringferð áður en haldið var í bústað. Móðirin veik og á leið í aðgerð og því mikilvægt að hvíldarfletirnir væru góðir sem þeir sannarlega voru á Hvoll. Kom okkur svo sannarlega á óvart og gladdi okkur mikið að nýlegar dýnur voru í rúmunum og yngri sonurinn alsæll í efri koju svo það var því mjög erfitt að koma sér á fætur hreinlega og halda af stað fyrir kl.10. Mælum svo sannarlega með og vonum að næst þegar við komum að við getum sofið lengur út þarna í þessari indælu sveit.
15
37
30
17
7