Ætluðum að gera vel við okkur í tilefni konudagsins. Okkur var vísað til borðs svo nálægt næsta borði að við heyrðum smjattið í fólki á næsta borði. Ég pantaði lamb, bernaise sósu og sæta kartöflu en bað um hvítlaukssósu í stað sinnepssósu. Maðurinn minn pantaði lamb, Bernaise sósu og franskar. Þegar maturinn kom vantaði sósuna hjá honum. Ég fékk lamb, hvítlaukssósu og smælki. Ég leiðrétti það við þjónustustúlkuna og áður en ég náði að klára rauk hún í burtu með smælkið. Leið og beið svo ég ákvað að byrja á kjötinu. Næstum tíu mínútum síðar kom sæta kartaflan. Ég þá búin með kjötið. Reyndi tvisvar að ná sambandi við hana en ekki hægt. Náði annarri og rétti henni diskinn og sagði þetta óásættanlegt.
Fórum svo í afgreiðslu og þá ætlaði hún að rukka okkur fyrir fulla máltíð. Ég var ekki sátt og sagðist myndu borga máltíð mannsins míns en ekki mína þar sem ég fékk ekki nema hluta af því sem ég pantaði. Hún byrjaði að æpa á okkur, ég bað um eigandann og endaði á að fá að tala við hann í síma. Hann var lítið skárri en samþykkti að við borguðum ekki mína máltíð. Þessi stúlka ætti algerlega ekki að vera í þjónustustarfi. Kjötið var gott, en ég labbaði út svöng og pirruð. Mæli alls ekki með. Þjónustulundin engin, hlaupandi starfsfólk hálf grítandi matnum í fólk. Ömurleg reynsla.
Eier eller administrerer du dette stedet? Gjør krav på oppføringen din gratis for å svare på anmeldelser, oppdatere profilen din og mye mer.