Þvílíkt góðar móttökur hjá glaðlegu fólki. Mjög smekklegar og frumlegar innréttingar, hugsað um hvert smáatriði. Hreint og notalegt. Frábær morgunmatur, m.a. volgt súrdeigsbrauð, heimagert pestó og sultur og hindber úr garðinum nú í júlí.
Við gistum þar vinafólk í tveimur herbergjum með sér salerni og í litlum sumarbústað.
Enginn er svikinn við að gista á þessum stað.
Norðausturland stendur svo fyrir sínu - ýmislegt skemmtilegt að skoða, Rauðanes svo dæmi sé tekið. Stutt er á Þórshöfn sem er snyrtilegur bær og fínn matur á veitingastaðnum Bárunni.
23
2
0
0
0