Frábær staður. Fallegt umhverfi, yndislegt fólk og fengum fína fræðslu um íslensku geitina sem er æðisleg. Geiturnar eru eldklárar, skemmtilegar og fallegar. Krakkarnir 10 ára og 16 ára fannst þetta vera frábært. Síðan hægt að kaupa ýmis varning sem er unnið á býlinu. Við keyptum t.d. ís unninn úr geitamjólk, geita fetaost, sultur og krem sem er unnið úr íslenskum jurtum. Keypti húðolíu, byrjuð að nota og finnst það vera fínt . Takk fyrir frábæran dag.
63
10
2
1
1