Vorum mjög sátt með staðinn og staðsetninguna, en við gistum í tvær nætur. Fórum í náttúrulaugarnar í Kraumu og út að borða á hótelinu. Virkilega góður matur og flott þjónusta, en kannski örlítið í dýrari kantinum. Skoðuðum einnig hraunhellinn Víðgelmi, hann var frábær, en við fengum góða leiðsögn. Hins var afar leiðinlegt að lenda í lúsmýinu, þar sem hvert okkar fékk um 50 bit síðari daginn.