Mjög fallegt hótel og smekklegt. Frábær matur, bæði kvöld og morgun. Við þurftum að bæta við auka rúmi í eitt herbergið en það var virkilega óþægilegt og ekki gert ráð fyrir fullorðnum einstaklingi að sofa á þeirri dýnu. Ég talaði við móttökuna en þau tóku ekki undir þessa kvörtun og sögðust aldrei mæla með auka rúmi fyrir fullorðna manneskju þó að enginn hafi áður nefnt þetta við mig, hvorki þegar ég pantaði né þegar ég hringdi 3x aftur og ræddi við móttökustarfsmann fyrir komu okkar. Annað var til fyrirmyndar og allt erlenda starfsfólkið mjög professional og kurteist.