Vorum þrjár vinkonur sem gistum á Hótel Önnu eina nótt. Herbergið var bara fínt þó alltaf megi betrumbæta. Nýlega komið útisvæði með tveim heitapottum sem við notuðum óspart. Um kvöldið fórum við í mat á hótelinu og fengum við okkur sjávarréttasúpu og lambasteik. Maturinn var bara mjög góður. Morgunmaturinn var lika fínn. Mjðg vinalegt og úrræðagott starfsfólk sem kom tvisvar með bros á vör inn í herbergi með kúst að veiða köngulær út fyrir okkur! Takk fyrir okkur 😎
Eier eller administrerer du dette stedet? Gjør krav på oppføringen din gratis for å svare på anmeldelser, oppdatere profilen din og mye mer.