við mættum og fórum í þriggja rétta seðilinn eftir langann dag af ferðalagi - mjög spennt að borða góðann mat.
Carpaccio’ið var frosið - en mjög bragðgott samt sem áður. Lét þjóninn vita sem ábendingu, en fékk ansi kalt viðmót til baka.
Nautalundin var einnig mjög bragðgóð - en ekkert af meðlætinu né rétta sósan. Benti þjóninum einnig á þetta en fékk enn og aftur ansi kalt viðmót og sagði hann bara að það væri búið að breyta matseðlinum.
Síður skemmtilegt að labba síðan framhjá og heyra sama þjón tala um mig við næsta þjón á barnum.
Ég hef sjálf í mörg ár starfað sem þjónn á mismunandi stöðum og veit að ég hefði sjálf viljað vita hlutina sem færu á mis. Og kynni að meta það að kúnninn léti vita með góðu viðmóti.
Þannig þrátt fyrir að maturinn hafi verið góður - þá fannst mér þjónustan vera til skammar og mun hvorki koma til með að mæla með staðnum né borða þar aftur.