Frábært hótel á mjög góðum stað, tekur ekki nema 3 mínútur að ganga niður á strönd og allt sem maður þarfnast er í göngufæri. Starfsfólkið er dásamlegt í alla staði og vill allt fyrir mann gera. Svo er alltaf eitthvað skemmtilegt í gangi í garðinum(sem er mjög þægilegur) á daginn fyrir krakkana sem og okkur eldra fólkið og sér minn maður Baldo um stuðið. Einnig er skemmtileg dagskrá á kvöldin fyrir krakkana á hótel barnum svo fylgir skemmtun fyrir eldra fólkið í kjölfarið. En það er alltaf komin ró á hótelið á skikkalegum tíma þannig að maður fær góðan svefn. Við fjölskyldan höfum komið hingað 3svar núna á einu og hálfu ári og erum strax byrjuð að bóka næstu ferðir 😊Mer
- Gratis Wi-Fi
- Gratis parkering
- Svømmebasseng
- Restaurant