Leigðum með góðum fyrirvara 6 manna húsbíl fyrir 7 daga á kr.167.900. Síðan bættist við gasflöskukostnaður ca. 8 þúsund. Þegar við komum að sækja bílinn vorum við næstum því hætt við sumarfríið. Okkur var boðinn einhver sá subbulegasti húsbíll sem við höfum séð. Bíllinn var frá 2005 og lyktaði hræðilega, sambland af fúkka-, raka- og reykingarlykt. Við fengum sjokk. Útlenski starfsmaðurinn sagði að þetta væri nú aldeilis fínn bíll. Hann sýndi okkur bílinn en gat ekki læst síðan hurðinni. Og jú hann fann líka einhverja lykt. Við sögðum að þetta kæmi ekki til greina og við myndum ekki leigja þetta. Hann sagði að betri bílar væru á hærra verði. Það höfðum við aldrei heyrt eða verið kynnt okkur að bílarnir væri í mismundandi verðflokkum. Þetta var ekki kynnt, bara sérstakt sumar-tilboðsverð. Útlenski starfsmaðurinn sagðist ekkert geta gert, það væri allt annað útleigt. Eftir að hafa fengið símanúmerið hjá Davíð Snæ framkvæmdastjóra og rætt við hann um að hann þyrfti að að beita sér í málinu. Þá fyrst tók málið nýja stefnu. Davíð sagði að þessi lýsing mín væri ekki í samræmi við þann standard sem þeir ynnu eftir. Eftir 1 klst var annar bíll tilbúinn, það var Fíat 2013 módel, (BKF51) keyrður 130 þúsund. Sá bíll var með öllu lyktarlaus og leit við fyrstu sýn afar vel út. Í vikunni sem leið kom síðan smátt og smátt í ljós ýmsir smáhlutir sem voru orðnir þreyttir og slitnir eða virkuðu ekki. Til dæmis virkaði ekki bakkmyndavél sem var bagalegt í svo stórum bíl, rúðurþurrkunar lélegar og ekki hægt að opna allar lofttúður, olíulokinu var ekki hægt að loka. Sætin voru mjög slitin og það var búið að breiða yfir snyrtileg flísteppi (stolin frá Icelandair - merkt eign Icelandair sem var pínu fyndið :-) En flest annað virkaði, gashellur, hiti, vatn - oþh. Við vorum fjögur fullorðin ( 2 fullorð og 2 unglingar). Við lentum í engri rigningu en við sáum að bílinn hefur verið vel kíttaður og þéttaður á samskeytum, hvort hann leki í rigningu vitum við ekki. Bílinn fór vel með okkur öll þessa vikudvöl við tókum aukadýnur með sem við sáum ekki eftir að hafa gert. En það er ljóst að bílaleigan að taka sig á í þjónustu og viðhaldinu svo maður leigi aftur bíl. Og alls ekki leigja út þessa skelfilegu sóðalegu 15 ára gömlu húsbíla.
2
3
0
3
32